Tveir mikilvægir sigrar í tvíhöfðanum og strákarnir tylltu sér á toppinn í deildinni

það var gríðarlega góð stemning er Haukar voru með tvíhöfða í Dominos deild karla og kvenna í gærkvöldi og var góður stuðningur í pöllunum er bæði liðin unnu góða sigra.

Fyrri leikurinn var leikur stelpnanna á móti „spútnik“ liði Breiðabliks en bæði lið voru jöfn í 3-5 sæti með 6 sigra og 5 töp og deildin gríðarlega jöfn og því mikilvægt fyrir stelpurnar að komast aftur á sigurbraut eftir þrjá ósigra í röð, en Blikar höfðu unnið síðustu tvo leiki á móti Haukum, þaraf einn bikarleik.
Haukaliðið kom gríðarlega sterkt til leiks og náðu um tíma yfir 30 stiga mun og litu ekki aftur eftir það og unnu öruggarn 18 stiga sigur. Liðið spilaði gríðarlega vel með Helenu í fararbroddi og voru leikmenn ákveðnir bæði í vörn sem sókn. Baráttu og gleði hafði vantað í síðustu leiki en nú var það til staðar og þá sáu allir hvað býr í þessu lið.
Næsti leikur hjá stelpunum verður annan laugardag, þann 16 des en þá fá þær lið Skallagríms í heimsókn.

Síðari leikurinn var enginn smá leikur, toppslagur er ÍR kom í heimsókn en þeir sátu í efsta sæti deildarinnar með 7 sigra og 2 töp, en lið Hauka í því þriðja með 6 sigra og 3 töp.
Lið ÍR hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur, spila harða vörn og eru grimmir i sókninni og eru með frábæran erlendan leikmann innan sinna raða. Haukarnir höfðu fyrir leikinn unnið 4 leiki í röð og því ljóst að um topp leik yrði að ræða.
Haukar mættu gríðarlega einbeittir til leiks og voru ákveðnir í sínum varnarleik og sóknin vel smurð þar sem boltinn gekk vel á milli manna. Liðið skoraði heild 58 stig i fyrstu tveim fjórðungunum og lét efsta lið deildarinnar oft líta illa út og leiddu með 18 stigum í hálfleik.
ÍRingar mættur gríðarlega grimmir inn í þriðja fjórðung og spiluðu grimma vörn sem leiddi að sér að Haukarnir misstu boltann ansi oft og lið ÍR gekk á lagið og þurfti einungis 5 min. til að jafna.
Haukarnir sýndu mikinn karakter og náðu að halda út og spila vel í síðasta fjórðungnum og náðu að landa mikilvægum 10 stiga sigri.
Með sigrinum komst Haukaliðið á toppinn, ásamt þrem öðrum liðum en eru með besta innbyrðis skorið.

það er ljóst að báðir sigrar voru mikilvægir því baráttan í deildunum tveim er gríðarlega hörð og jöfn.

Næsti leikur hjá karlaliðinu er gríðarlega mikilvægur, en það er bikarleikur á móti Keflavík í Reykjanesbæ á sunnudaginn. Með sigri þá kemst lið Hauka í undanúrslitin sem verða haldin í Höllinni og því er um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Við hvetjum allt Haukafólk til að gera sér ferð á Reykjanesbrautina og styðja strákana áfram í þessum mikilvæga leik.