Þrír leikmenn Hauka valdnir í 12 manna landslið KKÍ

Þrír leikmenn úr röðum deildarmeistara Hauka voru valdnir í 12 manna landsliðshóp KKÍ sem spilar tvo leiki í undankeppni HM.

Kári Jónsson, Breki Gylfason og Hjálmar Stefánsson voru allir valdir í lokahópinn sem spilar tvo leiki erlendis, á móti Búlgörum föstudaginn 29. júní kl. 13:00 (íslenskum tíma) og svo í Finnlandi mánudaginn 2. júlí kl. 15:45. Báðir leikirnir verða sýndir beint á rúv.

Kkd. Hauka eru ákaflega stollt af því að eiga leikmenn í A landsliðum og hefur verið smá bið síðan að deildin átti leikmenn í A landsliði karla og því er þetta mjög gleðilegt fyrir félagið og deildina. Hjálmar og Breki eru nýliðar en Kári á 7 leiki með A landsliðinu.

Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan stóra áfanga á þeirra ferli og hvetjum alla til að fylgjast með þeim í þessum leikjum en Ísland þarf einn sigur úr þessum leikjum til að komast áfram í milliriðla fyrir HM.