Þrír Haukamenn valdnir í 15 manna landsliðshóp KKÍ fyrir forkeppni HM

Haukar eiga þrjá fulltrúa í 15 manna æfingahóp KKÍ en hópurinn var kynntur nú fyrir stuttu.

Þeir Kári Jónsson, 7 A landsleikir, Hjálmar Stefánsson, nýliði og Breki Gylfason, nýliði, eru allir í 15 manna æfingahóp fyrir tvo landsleiki sem verða spilaðir á útivelli í lok júní og byrjun júli.

Haukar eru gríðarlega stolltir af þessum ungu leikmönnum og þeir hafa allir sýnt gríðarlegar framfararir og eru núna verðlaunaðir með landsliðssæti.

 

Haukar óska þeim öllum til hamingjum með valið og nú er bara að koma sér í lokahópinn.