Þórdís Elva undirritar nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka

Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka. Samningurinn gildir til 31. desember 2018.

Þórdís, sem verður 17 ára í september á þessu ári, var lykil leikmaður í liði Hauka á síðasta keppnistímabili sem tryggði sér sæti í Pepsí deildinni sem hefst nk. fimmtudag.

Hún á að baki 22 leiki með meistaraflokki Hauka og hefur skorað í þeim tvö mörk. Þá hefur hún leikið sjö leiki með U17 landsliði Íslands.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar nýjum samningi við Þórdísi enda er hún afar efnilegur leikmaður úr yngri flokka starfi félagsins sem mun spila með meistaraflokki kvenna í Pepsi deildini sumar.

Þórdís Elva Ágústsdóttir og Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna við undirritun samningsins.

Þórdís Elva Ágústsdóttir og Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna við undirritun samningsins.