Þóra mun spila sínu fyrstu leiki með A landsliðinu um helgina.

ThoraLykillUnglingaflþóra Jónsdóttir var valin í 12 manna lið hjá A landsliði kvenna sem er að fara til Írlands um helgina og mun spila þar sína fyrstu A landsleiki, en landsliðið mun spila tvo leiki við Íra í ferðinni.

Þóra hefur tekið gríðarlegum framförum í vetur og hefur stjórnað Haukaliðinu vel og steig vel upp í hinu unga Haukaliði sem vakti verðskuldaða athygli síðast liðinn vetur.

Kkd. Hauka óskar Þóru hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur og mun flytja nánari fréttir af Þóru eftir helgina.