Tæplega 300 sætum skipt út í stúkunni: Vinnudagur á Ásvöllum

Hópur öflugra stuðningsmanna og sjálfboðaliða í knattspyrnudeild Hauka mættu á Ásvelli í morgun og tóku til hendinni en stærsta verkefnið var án efa útskipting á tæplega 300 sætum í stúkunni vegna ástands en alls eru tæplega 500 sæti í henni.

Þá var mikil tiltekt í vallarhúsinu auk þess sem farið var í ýmis smærri en mikilvæg verkefni.

Góður fjöldi mætti klukkan níu í morgun, aðrir um hádegi og sumir fóru fyrr á meðan aðrir voru þangað til um seinni partinn.

Það er afar þýðingarmikið fyrir Knattspyrnufélagið Hauka að eiga góða sjálfboðaliða sem eru tilbúinir að leggja hönd á plóg til að gera umhverfið í kringum Ásvelli betra fyrir iðkendur félagsins og stuðningsfólk þess.

Þau sem mættu í dag voru Ágúst Sindri Karlsson, Gísli Aðalsteinsson, Guðmundur St Sigurðsson, Hanna Björk Hafþórsdóttir, Halldór Jón Garðarsson, Jón Erlendsson, Karl Þórsson, Magnús Reyr Agnarsson, Rúnar Snæland og Torfi Birgir Guðmundsson ásamt vallstjóranum Sverri Þór Sverrissyni.

Það er ávallt pláss fyrir þá sem vilja taka þátt í starfi félagsins, hvort sem er í barna- og unglingaráðum eða meistaraflokksráðum knattspyrnudeildar. Það er spennandi fóboltasumar framundan og næg verkefni en t.d. vantar ávallt sjálfboðaliða í kringum meistaraflokksleiki karla og kvenna.

Áhugasamir geta sent tölvupóst á neðangreinda aðila.

Barna- og unglingaráð kvenna: kalli@haukar.is

Barna- og unglingaráð karla: magnus@securitas.is

Meistaraflokksráð kvenna: halldor@haukar.is

Meistaraflokksráð karla: jone@lhg.is

Halldór, Guðmundur, Ágúst Sindri og Jón í lok dags.

Halldór, Guðmundur, Ágúst Sindri og Jón í lok dags.