Sunna Líf endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Sunna Líf Þorbjörnsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Hauka en hún er ein af okkar efnilegu uppöldu leikmönnum sem mun spila í Pepsí deildinni í sumar. Nýr samningur gildir til 31. desember 2018.

Sunna, sem er á 18. aldursári, á að baki 12 leiki með meistaraflokki kvenna og hefur skorað eitt mark.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar endurnýjun samnings við Sunnu enda er hún mikilvægur liður í uppbyggingu öflugs meistaraflokks kvenna.

Sunna Líf og Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, við undirritun samningsins í morgun á Ásvöllum.

Sunna Líf og Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, við undirritun samningsins í morgun á Ásvöllum.