Stórleikur í Olísdeild karla í kvöld

Það verður boðið upp á stórleik í Olísdeild karla í kvöld þegar að strákarnir í meistaraflokki fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:15. Strákrnir eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar og eru staðráðnir í að halda því. Það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna á mæta á þennan flotta handboltaleik og hægt er að sleppa eldamennskunni því boðið verður upp á hamborgaratilboð á leiknum. Hamborgari og gos á 1000 kr eða fjölskyldutilboð þar sem að hægt verður að fá 4 hamborga og 4 gos á 3500 kr. Fjölmennum í rauðu og áfram Haukar!