Stórleikur í Dominos deild kvenna í kvöld er Breiðablik mætir í Schenkerhöllina.

Í kvöld, miðvikudaginn 28. nóv., taka Haukar á mót Blikum í gríðarlega mikilvægum leik.

Gengi liðsins hefur ekki náð neinu flugi og sitja Haukar í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig en Breiðablik er í 8. og neðsta sæti með tvö stig.
Ljóst er að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og með sigri geta Haukar slitið sig aðeins frá botninum og skilið Blikana eftir í erfiðum málum.

Fjölmennum á Ásvelli í kvöld og styðjum stúlkarnar til sigurs.

Áfram Haukar