Stelpurnar upp í Pepsi

Stelpurnar voru kátar í leikslok.

Stelpurnar voru kátar í leikslok.

í gær tryggði meistaraflokkur kvenna sér sæti í Pepsi deildinni að ári með 3-1 sigri á liði Keflavíkur á Ásvöllum í gær.
Þetta var seinni leikurinn í undanúrslitum 1. deildar og hafði Keflavík haft betur í fyrri leiknum sem endaði 1-0.
Það sást strax í upphafi leiks að okkar stelpur ætluðu sér ekkert annað en að fara í úrslitin og voru þær töluvert sterkari í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum og þegar aðeins 5 mínútur voru liðnar af honum var staðan orðin 2-0 fyrir Hauka.
Það var hún Heiða Rakel sem skoraði bæði mörkin.
Útlitið var orðið ansi bjart fyrir Haukafólk, en á 70. mínútu minnkaði Sveindís Jane munin fyrir Keflavík og skyndilega voru þær á leiðinni í úrslit og upp um deild.
En okkar stúlkur gáfust ekki upp og uppskáru mark á 86. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra í troðfullri stúkunni.
Lítið markvert gerðist eftir þriðja mark Hauka og var vel fagnað í leikslok.

Við viljum óska stelpunum innilega til hamingju með þennann merka áfanga sem þær eiga svo sannarlega skilið þar sem þær hafa lagt gífurlega mikið á sig.
Það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í Pepsi deildinni á næsta ári.
Áfram Haukar!