Stelpurnar fara loksins af stað á ný

Það er komið að fyrsta leik ársins í Olísdeild kvenna en þá mæta Fram stúlkur í Schenkerhöllina á þriðjudaginn kl. 19:30. Leikurinn er sá fyrsti á nýju ári og fyrsti leikur liðanna í tæpa 2 mánuði eftir landsliðs- og jólafrí en liðin mæta því handboltaþyrst í leikinn. Fyrir leikinn eru Haukastúlkur í 4. sæti deildarinnar með 12 stig og Framstúlkur eru sæti ofar með 13 stig. Það má því með sanni segja að hökuslagur sé framundan þar sem bæði lið vilja ná í 2 stig. Það er því um að gera að fljömenna í Schenkerhöllina á þriðjudaginn. Áfram Haukar!