Stelpurnar einnig komnar í Final 4

Haukastúlkur fagna sigrinum í gær. Mynd: Eva Björk

Haukastúlkur fagna sigrinum í gær. Mynd: Eva Björk

Meistaraflokkur kvenna í handbolta lék í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í gær þegar mótherjinn var HK. Mikið var undir í leiknum því sæti í Final 4 undir og því um hörkuleik að ræða

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en eftir um 15 mínútur byrjuðu Haukastúlkur að síga framúr og með góðri vörn og markavörslu. Staðan var því 0rðin 13-8 þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar og héldu stelpurnar í horfinu út hálfleikinn og staðan því í hálfleik 15-9.

Haukar gátu leyft sér að breyta aðeins til í seinni háfleik og leyfa minni spámönnum að njóta sín án þess að það kæmi niður á spilamennsku liðsins og var seinni hálfleikur nánast bara formsatriði fyrir sterkt Haukalið og þegar um 10 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 25-13. Haukaliðið var einfaldlega of sterkt fyrir HK stelpur sem að lokum urðu að játa sig sigraðar með 14 marka mun 31-17.

Farseðillinn í Final 4 því tryggður og er það í þriðja skiptið í röð sem Haukastúlkur komast þangað en undanfarin 2 ár hefur liðið legið fyrir Val í undanúrslitum en búið er að yfirstíga þann hjalla í ár því Hauka-stúlkur slógu út Val í 16-liða úrslitum.

Markahæst Haukastúlkna í leiknum var Maria Ines með 7 mörk og á eftir henni kom Ragnheiður Sveinsdóttir með 5 mörk. Í markinu varði Elín Jóna vel og Tinna Húnbjörg hélt svo vel í horfinu þegar hún kom inn á í seinni hálfleik.

Næsti leikur Haukastúlkna er stórleikur á móti Stjörnunni á föstudaginn kl. 19:30 í TM-höllinni og því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og styðja Haukastúlkur í toppbaráttunni í Olísdeildinni. Áfram Haukar!