SKEMMTILEGT SUMAR FRAMUNDAN MEÐ HAUKUM Í PEPSÍ

Pepsí 2017 er að bresta á.

Haukar spila í Pepsí deild kvenna í sumar eftir magnaðan árangur síðasta sumar er liðið tryggði sér sigur í 1. deildinni. Að við höfum komist upp um deild og hvað þá unnið deildina kom mörgum knattspyrnuspekingum á óvart þar sem við vorum með fremur ungt lið og óþekkta leikmenn.

En staðreyndin er Pepsí deildin og leikmenn og þjálfarar unnu svo sannarlega fyrir því enda spiluðum við gegn sterkustu liðunum í úrslitakeppni 1. deildar í fyrra.

Og nú er okkur er spáð lóðrétt niður um deild þannig að verkefni sumarsins er að afsanna þá spá. Það er spennandi og krefjandi fyrir leikmenn, þjálfara, þá sem koma að meistaraflokki kvenna hjá Haukum sem og stuðningsfólk félagsins að ógleymdum yngri iðkendum.

Við erum enn þá með ungt lið, leikmenn sem kannski örlítið fleiri þekkja og höfum svo styrkt okkur með þremur leikmönnum frá Bandaríkjunum. Okkar stefna er að spila eftir fremsta megni á uppöldum leikmönnum þar sem við gefum ungum leikmönnum tækifæri.

Við erum að byggja upp fótboltalið og markmiðið er að hafa gaman enda á fótbolti að vera skemmtilegur.

Það er skemmtilegt sumar framundan, án efa erfitt á tímum en mikil reynsla mun safnast í bankann fyrir uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Haukum.

Ég vona svo innilega að stuðningsfólk Hauka og foreldrar yngri iðkenda mæti í stúkuna í sumar og hvetji okkar stúlkur til sigurs.

Sjáumst á Ásvöllum á morgun, fimmtudag, þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn kl. 19:15.

Áfram Haukar!

Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna

Meistaraflokkur kvenna 2017