Sigur og tap í fótbolta helgarinnar

Haukar sigruðu Augnablik í loka leik sínum í Faxaflóamóti kvenna í gær og sigraði þar með B riðilinn með 10 stig. Leikurinn fór 1-0 og skoraði Leli Halldórsdóttir markið í seinni hálfleik. Leikið var í Fífunni.

Næsti mótsleikur stelpnanna verður föstudaginn 8.mars klukkan 21:00 þegar liðið mætir ÍR í fyrstu umferð C deildar kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöllinni.

Hins vegar máttu strákarnir þola sitt fyrsta tap á þessu undirbúningstímabili þegar liðið beið lægri hlut gegn Keflavík í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Lokatölur urðu 2-0 en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Önnur lið í riðli 4 í A deildinni eru Breiðablik, FH, Víkingur R. og Grótta en við mætum einmitt þeim á Vivaldi vellinum föstudaginn 22. febrúar nk. og hefst leikurinn klukkan 19:00.

Áfram Haukar. Félagið mitt.

Leli Halldórsdóttir