Sigur í Hólminum og stelpurnar sitja í efsta sætinum

Stelpurnar náðu í sigur í Hólminum í gærkvöld og sitja í efsta Dominos deildar kvenna ásamt Valsstúlkum.

leikurinn var í jafnvægi mestan hluta leiksins en í þriðja leikhluta náðu Haukar góðu „runni“ og komust mest 14 stigum yfir í byrjun fjórða leikhlutans. Þá fóru Snæfellsstúlkur að bíta all hressilega frá sér og með hina frábæru MacCarthy náðu þær að minnka muninn í tvö sig á síðustu mínútinni.
Leikurinn orðinn æsispennandi en Helena var með stáltaugar og kláraði leikinn á vítalínunni með því að setja fjögur víti ofaní á síðustu mínútinni og sigruðu Haukastúlkur með fjórum stigum, 72-76. Flottur sigur á erfiðum útivelli.

Næsti leikur hjá stelpunum verður hörkuleikur en þá mætast tvö efstu liðin, Haukar og Valur í Schenkerhöllinni, miðvikudaginn 18 október kl. 19:15