Sherrod Wright semur við Hauka – Aaron sendur heim.

sherrodHaukar hafa samið við Sherrod Wright um að spila með liðinu í vetur og hafa sagt upp samningi við Aaron Brown.

Sherrod Wright spilaði með Snæfelli á síðasta tímabili og átti frábært tímabil með þeim og er það þvi mikill fengur fyrir silfurlið Hauka að fá þennan sterka leikmann til lið við félagið.
Sherrod var stigahæsti leikmaður Dominos deildar á síðasta tímabili með rúm 28 stig að meðaltali í leik og með frábæra nýtingu, 57% 2ja stiga nýtingu, 37% 3ja stiga nýtingu og 81% vítanýtingu.

Ljóst er að þetta eru ótrúlega góðar fréttir fyrir Haukafólk og sýnir þann metnað sem er hjá deildinni og takmarikið er að ná í titil á þessu tímabili og ljóst að þessi ráðning styrkir liðið gríðarlega mikið.

Haukar hafa auk þess rift samning við Aaron Brown en hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar fyrir tímabilið og hefur liðið strögglað í fyrstu leikjum tímabilsins. Haukar þakka Aaron fyrir sitt framlag og vona að hann fái samning annars staðar og komist á skrið með öðru liði.

Næsti leikur er við Íslandsmeistara KR á föstudaginn í Schenkerhöllinni og er ljóst að Haukar munu spila án erlends leikmanns í þeim leik. Strákarnir eru staðráðnir í því að þjappa sér saman og sýna í þeim leik að liðið sé vel skipa af góðum leikmönnum og ætla sér að ná í góð úrslit úr þeim leik.

Áfram Haukar.