Selma Þóra Jóhannsdóttir til liðs við Hauka

Markmaðurinn Selma Þóra Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Hauka og mun leika með liðinu í Olísdeild kvenna á komandi tímabili.

Selma Þóra kemur til Hauka frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin tímabil. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands með góðum árangri.

Haukar vænta mikils af Selmu Þóru á komandi tímabili og bjóða hana velkomna í hópinn, þar sem hún hitir fyrir nokkra félaga sína í U20 ára landsliði Íslands.