Sara Rakel endurnýjar samning við Hauka

Sara Rakel S. Hinriksdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattpyrnu hjá Haukum, endurnýjaði í dag samning við félagið.

Sara, sem er á 27. aldursári, og var valin knattspyrnumaður Hauka eftir síðasta keppnistímabil spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2004.

Sara á að baki 136 leiki fyrir Hauka og hefur skorað 10 mörk en hún spilar í hjarta varnarinnar.

Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Haukum, kveðst afar ánægður með að Sara hafi endurnýjað samning enda sé hún afar mikilvægur leikmaður og félagi í í Hauka-fjölskyldunni.

Halldór Jón og Sara Rakel við undirskrift í dag.

Halldór Jón og Sara Rakel við undirskrift í dag.