Sævar, Arnar og Óliver valdir í hæfileikamótun KSÍ

Þeir Sævar Orri Valgeirsson, Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson voru valdir nú á dögunum í hæfileikamótun KSÍ fyrir u15 ára landslið karla.

En þeir eru allir fæddir árið 2004 og eru því allir á yngra ári í 3. flokki. Luka Kostic þjálfar drengina hjá Haukum og Þórarinn Jónas Ásgeirsson er honum til halds og trausts.

Ánægjulegt er að félagið eigi 3 fulltrúa í þessum flotta hópi efnilegra pilta, við óskum strákunum innilega til hamingju og vonum að þeir njóti sín vel í þessu verkefni sem þeir eiga framundan.