Sæunn semur við Hauka

SaeunnHin og unga og efnilega Sæunn Björnsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, undirritaði í gær samning við Knattspyrnudeild Hauka.

Sæunn, sem verður 15 ára síðar á þessu ári, fékk tækifæri með meistaraflokki kvenna á undirbúningstímabilinu, m.a. í Lengjubikar og Faxaflóamóti. Eftir frábæra frammistöðu hefur hún verið í byrjunarliði í öllum leikjum Hauka í 1. deild kvenna og í Borgunarbikar á þessu tímabili.

Stjórn Knattspyrnudeildar Hauka hefur því samið við Sæunni og bætist hún í hóp efnilegra uppalinna stúlkna sem spila fyrir félagið í meistaraflokki. Félagið vill með þessu ítreka stuðning sinn við leikmenn sem hafa sýnt félaginu hollustu í gegn um ferð þeirra upp yngri flokkana.