Roger Woods mun spila með Haukum í Dominos deildinni tímabilið 2017-2018

roger woodsKörfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið erlendan leikmann fyrir komandi tímabíl í Dominos deildinni, en búið er að semja við Roger Woods  um að spila með félaginu.

Roger Woods kemur frá Little Rock Trojans Skólanum í Arkansas, en þessi skóli spilar í NCAA, division 1 og spilar í nokkuð sterkri deild, Sun Belt deildinni. Woods útskrifaðist eftir tímabilið 2015/2016 en það ár voru þeir frábærir og unnu sinn riðil og komust í úrslitakeppnina í NCAA „March Madness“. Þar unnu þeir Purdue, sem voru „rankaðir“ nr. 5, í fyrstu umferðinni og stóðu sig mjög vel það árið.

Woods spilaði svo í Austurríki í fyrra eftir áramót og stóða sig mjög vel þar og er því kominn með smá reynslu í evrópu. Woods getur leyst bæði stöðu 3 og 4 (forward og power forward) og er kraftmikill leikmaður sem sækir sterkt á körfuna og hefur yfir ágæts skoti að ráða líka. Woods er sterkur varnarmaður og frákastari og ætti að geta hentað Hauka liðinu vel þar sem hann getur leyst bæði stöðu á kanti og inní teig. Woods var með 10.2 stig, 4,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann sýndi líka styrk sinn í úrslitakeppninni en hann bætti sig í öllum tölum í úrslitunum, var með 13 sig á móti Purdue og svo 19 stig og 10 fráköst í sínum síðasta leik á móti Iowa State (4) sem þeir töpuðu í March Madness.
Woods er skráður 6″5 að hæð sem er um 196 cm. en þessi hæð af leikmönnum hefur virkað vel í Íslensku deildinni.

Búast við að hann komi á æfingar um miðjan ágúst.

hér er hægt að sjá video af kappanum: https://www.youtube.com/watch?v=XCASDDd1eRw