Olísdeild karla: Haukar – Fram

Eftir stutt hlé er loksins komið að næstu leikjum í handboltanum. Fjörið heldur áfram á sunnudag þegar að Fram kemur í heimsókn í Olísdeild karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Schenkerhöllinni og er frítt inn fyrir þá sem kaupa miðann sinn með Síminn Pay appinu og fylgir pizzasneið og gos með miðanum. Appið er einfalt og auðvelt í notkun og hér er stutt myndband sem sýnir hvernig hægt sé að kaupa miða á leikinn https://www.facebook.com/HaukarTopphandbolti/videos/250339502320733/

Eftir leikinn er svo um að gera að bruna inn á Hlíðarenda þar sem að stelpurnar taka á móti Val í hörkuleik í Olísdeild kvenna kl. 18:00. Fjölmennum á báða þessa leiki í rauðu og áfram Haukar!