Nýr erlendur leikmaður Hauka mun spila fyrsta leik á morgun, laugardag, í Dominos deild kvenna

BreezyWilliamsNýr erlendur leikmaður Haukar, „Breezy“ Williams er orðin lögleg með Dominos deildar liði Hauka og mun frumraun hennar vera í leik á móti Val á morgun, laugardaginn 21. jan., á Hlíðarenda.

Breezy hefur sýnt góða takta á æfingum og ætti að vera spennandi að sjá hana í sínum fyrsta leik fyrir Hauka.  Breezy kemur úr hinum virta körfuboltaskóla North Carolina State og hefur auk þess nokkra reynslu af atvinnumennsku í evrópu, m.a. frá Ítalíu og Rúmeníu.

Hið unga lið Hauka hefur spilað þrjá leiki á nýju ári án erlends leikmanns og hafa verið að standa sig gríðarlega vel og hafa hinir ungu leikmenn liðsins sýnt að það er mikið í þær spunnið og því ætti erlendur leikmaður að styrkja liðið gríðarlega.

Leikurinn á móti Val er liðinu mjög mikilvægur en með sigri geta Haukar stígið stórt skref frá fallinu og farið að horfa fram á veginn.

Við hvetjum Haukafólk til að mæta á Hlíðarenda á laugardag og hvetja stelpurnar til sigurs, en leikurinn hefst kl. 17:00.

Áfram Haukar