Miðar til sölu á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum á Ásvöllum og á netinu.

Haukar mæta liði Tindastól í undanúrslitum Maltbikarsins miðvikudaginn 10. janúar í Höllinni.
Við viljum hvetja Haukafólk til að kaupa miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum af Haukum, þar sem þá fær félagið allan þann pening inn í rekstur deildarinnar og því er það mikilvægt að fólk standi saman í að styrkja starf deildarinnar.
Hægt er að kaupa miða í afgreiðslunni á Ásvöllum og svo á netinu með því að ýta á hér.

Haukaliðið hefur verið á gríðarlegri siglingu síðustu mánuði og hafa unnið 9 leiki í röð í deild og bikar. Haukaliðið er að fara að mæta gríðarlega sterku liði Tindastóls og hafa þessi tvö lið oft háð harða og skemmtilega baráttu þar sem áhorfendur beggja liða hafa sett skemmtilegan svip á leikina.

Við hvetjum allt Haukafólk að tryggja sér miða í Höllina og koma og styðja við bakið á strákunum í þessum mikilvæga leik.

Áfram Haukar.