Matic Macek hefur skrifað undir hjá deildarmeisturum Hauka fyrir komandi átök í Dominos deildinni

Matic Macek er um 190 cm Slóvanskur bakvörður sem getur bæði leyst leikstjórnandahlutverkið og skotbakvarðarstöðuna. Matic spilaði síðast með liði Lasko í efstu deild Sloveniu, sem er nokkuð sterk deild.

Matic kemur í gegnum fyrrum leikmann Hauka, Mirko sem hefur aðstoðað deildina og einnig kom fyrrum leikmaður og þjálfari Hauka, Kuki, að því að aðstoða við að fá upplýsingar um þennan leikmann.
Kkd. Hauka býst við að Matic eigi eftir að styrkja liðið mikið fyrir átökin sem framundan eru í deildinni, en Matic á að vera öflugur varnarmaður og góður sóknarmaður sem leggur áherslu á liðsbolta.

Kkd Hauka biður Matic velkominn í Haukafjölskylduna en búast má við honum hingað til lands um miðjan september.

Nú stendur yfir leit að „kana“ fyrir komandi leiktíð en ljóst er að liðið þarfnast leikmann inní teig til að leysa af Finn og Breka sem báðar eru á leið erlendis og munu ekki spila með Haukum á næstu leiktíð. Sú leit er langt komin og vonir standa til að það verði komið í ljós fyrir vikulok ef allt gengur upp.

Hér er hægt að sjá highlights af Matic – https://www.youtube.com/watch?v=6OeDsouXX_E