Lið séra Friðriks mætast í Olísdeild karla

Adam Haukur við það að fara í skot. Mynd: Eva Björk

Adam Haukur við það að fara í skot. Mynd: Eva Björk

Það er sannkallaður stórleikur hjá Haukum á morgun, fimmtudag, þegar að Haukastrákarnir mæta Valsmönnum í Valshöllinni að Hlíðarenda kl. 19:30.

Þessi tvö lið hafa marga hildina háð síðustu ár og ekki má búast við öðru þegar liðin mætast á morgun en bæði þessi lið hafa farið frekar óvenjulega af stað í deildinni í ár en þessi lið eru vön að berjast á toppi deildarinnar. Valsmenn eru nefnilega stigalausir en þeir hafa tapað gegn FH, Selfossi og Stjörnunni á meðan Haukar unnu sinn fyrsta sigur í síðastu umferð gegn Selfossi eftir að hafa tapað gegn ÍBV og Aftureldingu í fyrstu umferðunum.

Það má því búast við því að hart verið barist um stigin 2 á morgun, fimmtudag, þegar að liðin mæstast í Valshöllinni að Hlíðarenda kl. 19:30 og því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og styðja strákanna til sigurs. Áfram Haukar!