Leikur 4: Haukar – Valur

Það er komið að leik 4 í einvígi stelpnanna gegn Val. Þær hafa leikið frábæran handbolta í síðustu leikjum og með geggjaða baráttu hafa þær unnið 2 leiki í röð. Þær geta því tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á heimavelli í kvöld, fimmtudag, þegar að liðin mætast í Schenkerhöllinni kl. 19:30. Þetta er því leikur sem enginn má missa af og því er algjör skylda fyrir allt Haukafólk að láta sig ekki vanta í Schenkerhöllina á fimmtudaginn til þess að styðja stelpurnar til sigur. Þær eiga það svo sannarlega skilið eftir spilamennskuna í seinustu leikjum. Áfram Haukar!