Leikskólahópur í körfu

Körfuknattleiksdeild Hauka mun starfrækja í fyrsta skiptið leikskólahóp fyrir krakka á aldrinum 3-5 ára. Æfingarnar munu fara fram einu sinni í viku á laugardögum og æft verður í Hraunvallaskóla. Æfingarnar verða kl. 10:15 og hefjast þær 8. september næstkomandi.

Einblínt verður á leiki með körfubolta þar sem krakkarnir fá að kynnast íþróttinni og hamast í smá stund. Þjálfarar verða þau Aron Breki Daníelsson og Stefanía Ósk Ólafsdóttir sem meðal annars voru með þennan aldur í sumarskólanum núna í júlí.

Facebook síða leikskólahópsins má finna hér