Landsliðskrakkar frá kkd Hauka að standa sig vel með yngri flokka landsliðum KKÍ.

haukar yngri landsliðYngri landslið KKÍ hafa verið á fullu í sumar, bæði á norðurlandamóti og evrópukeppnum. Kkd. Hauka eiga 13 leikmenn sem eru búin að vera að spila með yngri landsliðum og hafa mörg hver verið i lykilhlutverki hjá sínum liðum.

U20 ára landsliðið var að spila í júlí í A riðli í fyrsta skipti sem er stórkostlegur árangur og náði eftirtektarverðum árangri  en liðið komst í 8 liða úrslit en lágu þar á móti silfurliði mótsins, Ísrael. Kári Jónsson og Breki Gylfason voru lykilmenn í liðinu og spiluðu báðir stórt hlutverk í liðinu og var t.d. Breki valinn maður leiksins í sigurleik á móti Svíþjóð í 16 liða úrslitum. Kári stjórnaði liðinu og var algjör lykilmlaður í liðinu en hann lenti í því að meiðast og spilaði meiddur í sigurleiknum á móti Svíþjóð í 8 liða úrslitum og var gríðarlega góður þrátt fyrir meiðsli.
Það verður gaman að fylgjast með Breka á komandi tímabili með mfl. Hauka en hann hefur náð gríðarlega miklum framförum á síðustu mánuðum.

U20 ára landslið stúlkna spilaði í Ísrael í B keppninni og var það í fyrsta skipti sem Ísland sendir U20 ár lið í evrópukeppni hjá stúlknalandsliði. Haukar áttu fjóra leikmenn í þessu liði sem allar voru að spila stórt hlutverk. Þóra Jónsdóttir var aðal leikstjórnandi liðsins, en hún spilaði sínu fyrstu A landsleiki í sumar, Dýrfinna Arnardóttir og Rósa Björk Pétursdóttir voru líka í lykilhlutverki. Liðið lenti í vandræðum með gríðarlega sterk og stór lið á mótinu en náði að halda sér í B riðlinum með sigri á Írum.

u18Í U18 ára liði drengja eru þrír leikmenn frá Haukum, Ísak Sigurðarson, Hilmar Pétursson og Hilmar Smári Henningsson. Hilmararnir eru báðir á yngra ári í liðnu en eru samt í lykilhlutverki hjá liðinu og hafa verið með stigahæstu og framlagshæstu leikmönnum liðsins í næstum öllum leikjum liðsins, en þeir eru báðir að spila um 30 min. í leik. Þeir stjórna leik liðsins og hafa verið að taka af skarið fyrir liðið þegar á hefur þurft. Liðið spilaði fyrst á norðurlandamóti í Finnlandi og lentu þar í vandræðum og voru ekki að spila neitt sérstaklega. Núna eru liðið að spila í B keppni evrópumótsins og  hafa verið að spila þar gríðarlega vel og byrjuðu á að sigra fyrstu þrjá leiki í mótinu en lentu svo á vegg á móti gríðarlega stóru og sterku liði Króatíu, sem vann riðilinn örugglega. Ísland spilaði svo við Bulgaríu um að komast í 16 liða úrslit en tapaði með 1 stigi eftir spennandi leik. Liðið sigraði svo Svíþjóð í leik um 9-12 sæti, en þeir höfðu áður tapað með 20 stigum á móti þeim á norðurlandamótinu. Liðið er í dag að spila um 9 sætið í mótinu og er árangurinn mjög góður hjá liðinu og hafa okkar menn staðið sig gríðarlega vel og vakið mikla athygli.

U18 ára lið stúlkna er núna að spila í evrópukeppninni í Írlandi í b riðli, og spiluðu einnig á norðarlandamótinu. Þar eiga Haukar þrjá leikmenn, Anna Lóa Óskarsdóttir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir. Allar hafa verið að spila ágætlega og hefur Þórdís verið að spila mikilvægar mínútur og Ragnheiður hefur verið í lykilhlutverki þar sem hún er að spila í kringum 39 min. í leik. Liðið stóð sig ágætlega á norðurlandamótinu en hafa lent í smá vandræðum í evrópukeppninni.

U16 ára lið stúlkna spilaði á norðurlandamótinu og þar voru tvær stúlkur úr Haukum að spila stór hlutverk, Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefanía Ósk Ólafsdóttir. Sigrún var í lykilhlutverki og spilaði stórt hlutverk í bæði sókn og vörn og Stefanía spilaði mikilvægar mínútur.

Ljóst er að framtíðin er björt hjá kkd. Hauka og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum stíga sín fyrstu skref í mfl. á næsta tímabili