Knattspyrnuskóli Hollandsmeistara PSV Eindhoven hjá Haukum

Knattspyrnufélagið Haukar stendur fyrir knattspyrnuskóla í samstarfi við nýkrýnda Hollandsmeistara PSV Eindhoven dagana 18. – 22. júní þar sem stelpum og strákum á aldrinum 10-16 ára gefst kostur á að æfa í viku eftir þjálfunaraðferðum knattspyrnuakademíu PSV!

Um er að ræða einstakt tækifæri og ógleymanlega reynslu fyrir unga leikmenn sem vilja æfa undir  stjórn unglingaþjálfara PSV Eindhoven og með aðstoð þjálfara yngri flokka Hauka.

Eins og áður greinir eru PSV Eindhoven nýkrýndir Hollandsmeistarar og búa yfir einni öflugustu knattspyrnuakademíu Hollands sem í áratugi hefur verið í fararbroddi í þróun ungra leikmanna í Evrópu.

Með félaginu leikur landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson og Eiður Smári Guðjónsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá félaginu. Þá hafa margar af skærustu stjörnum knattspyrnusögunnar leikið hjá PSV eins og Ronaldo (eldri) og Ruud van Nistelroy.

Knattspyrnuskólinn verður haldinn á heimavelli Knattspyrnufélagsins Hauka að Ásvöllum. Nánari upplýsingar á http://www.haukar.is/sumarithrottaskoli-hauka/