Kjartan og Jóhann endurnýja samninga við Hauka

Kjartan Stefánsson, þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Haukum, hefur framlengt samning sinn við félagið út keppnistímabilið 2019. Þá hefur Jóhann Unnar Sigurðarson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, einnig endurnýjað samning sinn við félagið.

Þeir Kjartan og Jóhann tóku við meistaraflokki kvenna fyrir síðasta keppnistímabil og undir þeirra stjórn varð liðið 1. deildarmeistari og spilar þ.a.l. í Pepsí deildinni í sumar. Þá varð liðið Lengjubikarmeistari C deildar og komst í 8 liða úrslit í Borgunarbikarnum.

,,Við hjá Haukum eru að sjálfsögðu gríðarlega ánægð með að þeir Kjartan og Jói hafi endurnýjað samninga við félagið enda eru þeir afar gott teymi sem mun hjálpa okkar ungu og efnilegu stelpum að þroskast sem leikmenn í Pepsí á komandi sumri,“ segir Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

IMG_9294