Íþrótta- og leikjanámskeið Hauka farið af stað. Yfir 100 krakkar á fyrsta degi í blíðskaparveðri.

leikjanamskeið1

Íþrótta- og leikjanámskeið Hauka byrjaði í dag, mánudaginn 12. júní, og eru um 100 krakkar skráðir á námskeiðin.

Hægt er að velja á milli fjölda íþróttagreina og er ljóst að námskeiðið vekur mikla lukku hjá iðkendum og foreldrum, enda vel sótt eins og fyrri ár. Haukar bjóða uppá knattspyrnunámskeið, körfuknattleiksnámskeið, handknattleiksnámskeið og svo fjölgreina námskeið þar sem farið er í fjöldann allan af íþróttum og leikjum.

leikjanamskeið2Boðið er upp á námskeið allan daginn eða hálfan daginn eftir því hvað hentar en auk þess er boðið uppá heitan hádegismat fyrir krakkana á námskeiðinu hvort sem þau eru hálfan eða allan daginn.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Hauka – undir barnastarf