Hjálmar skoraði í sínum fyrsta leik með A landsliðinu.

Þrír Haukamenn voru í 12 manna A landsliði KKÍ, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, í tveim leikjum undankeppni HM.

Því miður töpuðust báðir leikirnir en allir fengu þeir spilatíma í síðari leiknum á móti Finnlandi. Kári Jónsson spilaði í báðum leikjunum en Breki og Hjálmar spiluðu síðustu 4 min. í síðari leiknum. Hjálmar náði að skora fallega 2ja stiga körfu og sýndi áræðni í sínum fyrsta leik.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.