Haukar – Valur í kvöld

Úrslitakeppnin er hafin hjá strákunum og nú er komið að fyrsta heimaleiknum hjá þeim. Eftir flottan sigur á Val í fyrsta leik liðanna í Valshöllinni á laugardag 22 – 20 eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálfleik er komið að næsta leik sem leikinn verður í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:30. Það er til mikils að keppa því að með sigri geta Haukastrákar því tryggt sér sæti í undanúrslitum. Það er því skyldumæting hjá öllu Haukafólki til þess að styðja strákana til sigurs. Áfram Haukar!