Haukar – Valur í Dominos deild kvenna miðvikudaginn 10. okt. kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

Á miðvikudaginn koma Valsstúlkur í heimsókn í Schenkerhöllina og etja kappi við Íslandsmeistara Hauka og má búast við hörkuleik, en þessi tvö lið spiluðu til úrslita um titilinn í fyrra.

Haukar töpuðu fyrsta leik sínum á heimavelli fyrir viku síðan og þurfa að koma mun ákveðnari til leiks á móti Val en þær gerðu í síðasta leik og þurfa lykilmenn að stíga vel upp. Valsliðið er gríðarlega sterkt og spáð góðu gengi á þessu tímabili og því þurfa heimastúlkur að ná góðum leik til að landa sigri.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta á leikinn.

Áfram Haukar.