Haukar – Valur í Dominos deild kv. í kvöld kl. 19:15.

Í kvöld, miðvikudaginn 16. jan., koma Valsstúlkur í heimsókn í 16 umferð Dominos deildar kvenna.

Haukar töpuðu í síðasta leik á móti toppliði KR og vantaði herslumuninn á því að þær næðu í sigur í þeim leik. Ljóst er að leikurinn í kvöld verður gríðarlega erfiður þar sem Valsliðið er vel mannað og hefur tekið stakkaskiptum eftir að Helena kom til liðsins. Haukarnir þurfa að spila hörku varnarleik í kvöld og ná að vinna baráttuna um fráköst og lausa bolta.
Valsliðið hefur verið á gríðarlegu skriði og unnið núna 5 leiki í röð. Það er því kominn tími á því að taka hart á móti þeim og ná í sigur í kvöld.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram í baráttunni.