Haukar taka á móti Magna frá Grenivík á morgun

Meistaraflokkur karla tekur á móti Magna frá Grenivík í annari umferð Inkasso-deildarinnar á morgun.

Haukar gerðu 2-2 jafntefli við granna þeirra í Þór Akureyri á Ásvöllum í fyrstu umferð á meðan að Magni tapaði gegn HK 3-0 í Kópavoginum um síðustu helgi.

Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið eru að leita að sínum fyrsta sigri í Inkasso-deildinni þetta árið.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og hvetjum við alla sem eiga tækifæri á að fjölmenna á völlinn og styðja við strákana!

Áfram Haukar!

Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð, Fotbolti.net