Haukar – Snæfell kl. 19:15 í kvöld, miðvikudaginn 31. okt. í Schenkerhöllinni

Íslandsmeistarar Hauka fá Snæfell í heimsókní kvöld og má búast við hörku viðureign þessara tveggja liða sem hafa háð harða baráttu síðustu ár.

Snæfell hefur verið á góðu skriði og verma toppsæti Dominos deildar kvenna ásamt nýliðum KR með 4 sigra og 1 tap.
Haukar sitja í 5 sæti með 2 sigra og 3 töp.

Síðasta umferð fór ekki vel en Haukaliðið lá á móti Stjörnunni á grátlegan hátt. Spiluðu gríðarlega vel í þeim leik en það voru dýrar síðustu tvær mínútur leiksins er Starnan náði að stela sigrinum. Liðið þarf að læra af þeim leik og vera ákveðnari síðustu mínúturnar og klára leikina.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni.

Áfram Haukar.