Haukar – Snæfell í Dominos deild kvenna laugardaginn 9. febrúar kl. 17:30

Haukar taka á móti Snæfell nk. laugardag í Dominos deild kvenna og hefst leikurinn kl. 17:30.

Viðureignir þessara liða hafa oftast verið æsi spennandi og má búast við hörku leik. Liðið áttust við fyrir rúmri viku í bikar í Hólminum og þá höfðu Snæfell sigur í hörku leik sem hefði getað endað báðum meginn, en því miður var Snæfells liðið sterkara á lokasprettinum þar sem Gunnhildur var okkur gömlu liðsfélögunum erfið og kláraði leikinn fyrir utan 3ja stiga línuna.

Haukastúlkur eru ákveðna í því að komast á sigurbraut og bæta í sigurleikina en liðið siglir lygnan sjó í deild í næst neðst sæti, en einungis eitt lið fellur niður um deild. Stelpurnar hafa verið í jöfnum leikjum en ekki náð að klára leiki í lokinn þrátt fyrir góða leiki og baráttu. Nú verður vonandi breyting á því og því skiptir stuðningur áhorfenda gríðarlegu máli.

Við hvetjum Haukafólk til að mæta á leikinn og fjölmlenna svo á A Hansen eftir leik þar sem stuðningsmannakvöld körfunna verður haldið.

Áfram Haukar.