Haukar – Snæfell í Dominos deild kvenna laugardaginn 10. mars kl. 16:30

Topplið Dominos deildar kvenna, Haukar, fá lið Snæfells í heimsókna á laugardaginn og geta styrkt sig á toppnum með sigri.

Haukar hafa unnið síðustu 12 deildarleiki og hafa verið að spila fantavel. Ljóst er að koma Whitney til liðsins um áramótin hefur styrkt liðið gríðarlega og fellur hún vel inní leik liðsins og hefur um leið losnað aðeins um Helenu. Aðrir leikmenn hafa líka stígið upp með þeim og hefur verið góður liðsbragur á liðinu.

Nú er að mæta og hvetja stelpurnar í baráttunni og til sigur í deildinni.