Haukar – Njarðvík í kvöld, miðvikudag, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

unglingafl bikarmeistari 2017Haukar fá Njarðvíkurstúlkur í heimsókn i Dominos deild kvenna í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Haukastúlkur hafa verið að spila góðan bolta eftir áramót og hafa verið að klífa tölfuna eftir að hafa setið á botni deildarinn í byrjun. Með sigri geta Haukar sett pressu á lið Njarðvíkur í sjötta sætinu og verið einungis einum leik á eftir. Leikurinn er einnig mikilvægur ef litið er á botninn því með sigri fjarlægjast þær botninn enn frekar og geta náð 6 stiga forystu á botnlið Grindvíkinga.

Unglingaflokkur kvenna var um helgina bikarmeistari eftir glæsilegan sigur á hinu öfluga lið Keflavíkur en lið mfl. er nær eingöngu skipað leikmönnum úr unglingaflokki auk Sólrúnu og Breezy. Það verður því gaman að sjá hvort stelpurnar komi ekki með ákveðnina og gleðina úr bikarleiknum og komi ákveðnar til leiks.

Við hvetum allt Haukafólk til að mæta á leikinn.

Áfram Haukar