Haukar – Njarðvík í Dominos deild kvenna, miðvikudaginn 17. jan. kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

Haukar mæta neðstaliðinu í Dominos deildinni í kvöld kl. 19:15 á heimavelli. það má búast við hörku leik þar sem Njarðvík hefur verið á mikillri uppleið í síðustu leikjum og sýndu í bikarúrslitinum að þær eru til alls líklegar núna seinni hluta mótsins.

Haukarnir unnu glæsilegan sigur á Stjörnunni í síðasta leik og sýndu þar ótrúlega baráttu á lokamínútunum. Stjarnan leiddi allan leikinn með um 10 stigum og var með leikinn í sínum höndum en síðustu fjórar mínúturnar náðu stelpurnar að snúa leiknum sér í vil og unnu gríðarlega mikilvægan leik og komust í annað sætið í deildinni.
Með sigri geta stelpurnar sett enn meiri pressu á topplið Vals og því er til mikils að vinna. Haukaliðið mun einnig frumsýna nýjan erlendan leikmann í leiknum, en Whitney Michelle Frazier var fenginn í liðið í stað Cherice til að styrkja liðið í lokabaráttunni.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og styðja stelpurnar í jafnri deild þar sem hver sigurleikur er gríðarlega dýrmætur.

Áfram Haukar