Haukar – Njarðvík í Dominos deild karla í kvöld kl. 18:30

Í kvöld, föstudaginn 1. febrúar, mætir topplið Njarðvíkur í heimsókn á Ásvelli og mun etja kappi við heimamenn og hefst leikurinn kl. 18:30.

Haukar hafa unnið síðustu tvo leiki og hafa verið að spila vel þrátt fyrir mikil meiðsli í leikmannahópnum. Ljóst er að liðið þarf að spila vel í kvöld til að ná í sigur á móti firnasterkum andstæðing og því er stuðningur af pöllum mikilvægur.

ATH að leikurinn hefst kl. 18:30 í kvöld. Grillaðir hamborgarar verða í boði fyrir leik og því hvetjum við Haukafólk til að mæta snemma.