Haukar – KR í Dominos deild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 9. janúar kl. 19:15

Haukar fá topplið Dominos deildar kvenna í heimsókn í kvöld er KR mætir í Schenkerhöllina.

Haukar unnu Skallagrím í síðast leik og spiluðu á köflum mjög vel. Stelpurnar spiluðu mjög vel á móti maður á mann vörn Skallagríms en hikstuðu aðeins á móti svæðisvörninni og því var leikurinn jafnaði en hefði kannski átt að vera.
Nýji leikmaður kvennaliðsins Jenine átti góðan fyrsta leik og ljóst er að þarna er öflugur leikmaður sem spilar góða og „aggressiva“ vörn ásamt því að vera hörku sóknarmaður. Það verðu því gaman að fylgjast með stelpunum en liðið er smátt og smátt að verða sterkara.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og styðja stelpurnar.

Áfram Haukar.