Haukar – Keflavík í Dominos deild karla í kvöld, föstudag, kl. 19:15

Haukar taka á móti Keflvíkingum í kvöld, föstudaginn 23 nóvember kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Leikur er afar mikilvægur fyrir bæði lið í mjög jafnri deild þar sem allir leikir skipta máli en með sigri geta Keflvíkingar tyllt sér á toppinn í deildinni en Haukar geta jafnframt með sigri komið sér yfir miðja deild og gert atlögu að efri hlutanum.

Hauka liðið spilaði síðast við íslandsmeistara KR á útivelli og vantaði ekki mikið uppá að sigur hefst náðst þar en slæmur II leikhluti var dýr er uppi var staðið. Liðið sýndi samt gríðarlega baráttu og vilja í síðari hálfleik og sýndi að það hefur alla burði til að gera góða hluti. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið í upphafi móts og hefur ekki enn náðst að spila á sterkasta liðinu. Hjálmar er kominn til baka hefur komið með trukk eftir erfið meiðsli og hefur skorað yfir 20 stig í báðum leikjum sem hann hefur spilað og verið mjög öflugur. Kristinn Marinós og Kristján Leifur hafa báðir verið á sjúkralista og misstu af síðasta leik en eru báðir í góðu bataferli og er búist við þeim fyrr en síðar á parketið.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta snemma, fá sér börger og hita vel upp fyrir þenna mikilvæga leik.

Áfram Haukar.