Haukar – ÍR í Inkasso deild kvenna á miðvikudag

Haukar mæta liði ÍR í Inkasso deild kvenna á Ásvöllum miðvikudaginn 20. júní og hefst leikurinn kl. 19.15.

Eftir frábæran sigur gegn Fylki í síðustu umferð eru okkar stúlkur nú í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig sem er reyndar sami stigafjöldi og lið ÍR er með sem situr í sjötta sæti.

Því má fastlega búast við hörku leik á Ásvöllum og hvetjum við stuðningsfólk Hauka til að fjölmenna í stúkuna og hvetja okkar stelpur til sigurs!

HM leikurinn á þessum tíma er leikur Íran og Spánverja sem hefst kl. 18.00 þannig að það verður miklu skemmtilegra að mæta á Ásvelli.

Áfram Haukar. Félagið mitt.