Haukar heimsækja Grindavík í kvöld kl. 19:15

Í kvöld, fimmtudaginn 12. október, mun Dominos deildar lið Hauka heimsækja Grindvíkinga í Mustad höllina og hefst leikurinn kl. 19:15.

Grindvíkingar, silfurliðið, frá því í fyrra hafa styrkst með komu framherjans Sigurðar Þorsteinssonar og eru með gríðarlega gott lið.
Haukaliðið byrjaði með sigri í fyrsta leik á móti Þór Ak. og eru allir staðráðnir í því að halda áfram á sigurbraut.

Haukaliðið mun frumsýna nýjan erlendan leikmann, en Paul Jones mun spila sinn fyrsta leik í kvöld.

Við hvetjum allt Haukafólk til að koma til Grindavíkur og hvetja strákana.