Haukar halda á Hlíðarenda

Það verður sankallaður stórleikur í Olísdeild karla í kvöld þegar að meistarflokkur karla etur kappi við Val í toppslag umferðarinnar. Leikurinn er leikinn í Origo-höll þeirra Valsmanna og hefst hann kl. 19.30. Þessi lið hafa spilað marga stórleikina síðustu ár og er ekki von á öðru í kvöld en fyrir leikinn eru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar en aðeins munar 2 stigum á liðunum og því er toppsætið í húfi í kvöld. Valsmenn ætla að bjóða upp á veislu fyrir leik en samkomustaður þeirra Valsmanna „Fjósið“ opnar kl. 18:30 og hægt verður að kaupa sér veitingar þar bæði fljótandi og matarkyns og svo mæta þjálfarar liðanna fyrir leikinn og leggja upp leikinn. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna á Hlíðarenda í kvöld og styðja strákana okkar til sigurs. Áfram Haukar!