Haukar fara til Keflavíkur í kvöld, fimmtudag, í Dominos deild kvenna

Haukar fara til Keflavíkur í kvöld og munu etja kappi við Keflvíkinga í Reykjanesbæ kl. 19:15.

Bæði lið unnu í síðustu umferð, Haukar lögðu Breiðablik í botnslag og var sigurinn gríðarlega mikilvægur. Haukaliðið spilaði mjög vel í þeim leik og unnu öruggan sigur. Þóra Kristín náði þrennu í þeim leik og var allt liðið að spila vel. Keflavíkurliðið hefur verið að spila gríðarlega vel uppá síðkastið og ljóst að um mjög erfiðan leik verður að ræða fyrir Haukastúlkur.

Við hvetum Haukafólk til að bruna Reykjanesbrautina og hvetja stelpurnar áfram í baráttunni.

Áfram Haukar