Haukar fá Kristján Ottó Hjálmsson lánaðan

Handknattleiksdeild Hauka hafa gert samning við Handknattleiksdeild HK um að fá línumanninn Kristján Ottó Hjálmsson lánaðan. Kristján er nú þegar byrjaður að æfa með Haukum en hann er á láni út leiktíðina. Kristján Ottó sem er tvítugur að aldri hefur leikið með meistaraflokki HK í Grill 66 deild karla undanfarin 3 og hálft ár en fyrir áramót gerði hann með 30 mörk í 7 leikjum. Einnig hefur Kristján verið viðloðandi úrtakshópa fyrir yngri landslið Íslands undanfarin ár.